Stonewall Kitchen
Stonewall Kitchen eru hágæða amerískar sælkeravörur. Fyrirtækið var stofnað af Jim Stott og Jonathan King árið 1991. Þeir byrjuðu að selja heimagerðar sultur á bændamarkaði í Portsmouth, New Hampshire til vina og vandamanna. Strax á fyrsta degi slógu sulturnar þeirra í gegn og hjólin byrjuðu að snúast. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og í dag selja þeir undir vörumerki sínu Stonewall Kitchen fjöldan allan af sælkeravörum sem margar hverjar hafa unnið til verðlauna í sínum flokki. Þó svo að þeir hafi fyrst orðið þekktir fyrir sulturnar sínar þá eru þeir í dag ekki síður þekktir fyrir pastasósur, salsasósur, salatdressingar, aioli, kex og margt fleira.
