Stonewall Kitchen eru hágæða amerískar sælkeravörur. Fyrirtækið var stofnað af Jim Stott og Jonathan King árið 1991. Þeir byrjuðu að selja heimagerðar sultur á bændamarkaði í Portsmouth, New Hampshire til vina og vandamanna. Strax á fyrsta degi slógu sulturnar þeirra í gegn og hjólin byrjuðu að snúast. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og í dag selja þeir undir vörumerki sínu Stonewall Kitchen fjöldan allan af sælkeravörum sem margar hverjar hafa unnið til verðlauna í sínum flokki. Þó svo að þeir hafi fyrst orðið þekktir fyrir sulturnar sínar þá eru þeir í dag ekki síður þekktir fyrir pastasósur, salsasósur, salatdressingar, aioli, kex og margt fleira.
Funksjonell Mat auðveldar þér að lifa heilsusamlegu lífi með úrvali af góðum og náttúrulegum valkostum í stað sykurs og hveitis. Á þann hátt geturðu gert góðan mat enn hollari. Hentar bæði þeim sem vilja bæta meiri hollustu í mataræði sitt og neyta heilsusamlegri fæðu sem og þeim sem vilja taka út vissa fæðu s.s. hveiti og sykur, vilja auka trefjainnihald og sleppa öllu glúteini.
Kitchen Joy skyndiréttir eru hollir, góðir og tilbúnir á 5-6 mínútum! Kitchen Joy notar eingöngu bestu hráefni og engu er til sparað. Markmiðið er bestu gæði – sem skilar sér í góðu, alvöru bragði. Fullkomin blanda af krydduðu, mildu, sætu og súru og tilbúið á diskinn eftir aðeins 5-6 mínútur í örbylgjuofni.
Vörurnar frá Diet Food samanstanda af hollum nátturlegum efnum, innihalda ekkert gluten og eru vistvænar.